Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá spuna og leik búum við til leiklistarsenur sem við munum vinna með í gegnum námskeiðið og setjum saman sýningu sem opin verður fyrir aðstandendur.
5 daga námskeið, tímabilið 7.-11. júlí, kennt 3 klukkustundir í senn kl. 14:00-17:00. Verð: 28.000 krónur. Athugið að ef barn er með lögheimili í Skaftárhreppi niðurgreiðir sveitarfélagið 15.000 krónur. Virkja þarf afsláttarkóðann KLAUSTUR15 í greiðsluferlinu.
Við höldum einnig áfram að bjóða upp á einkatíma í söng.
Kennari er Bára Lind Þórarinsdóttir, stofnandi Leik og Sprell, útskrifuð leikkona frá listaskólanum LIPA.
Bára hefur unnið í mörg ár sem leiklistarkennari og leikstjóri með börnum og unglingum. Hún er einnig með jógakennararéttindi og lauk söngnámi við Complete Vocal Institute.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni leikogsprell.is eða með því að hafa samband á leikogsprell@gmail.com
Skráningu lýkur 6. júlí.