Um er að ræða eina vinsælustu sýninginu Leikhópsins frá upphafi. Hún var sett upp síðast árið 2014 en í sumar ætlar leikhópurinn að endurgera sýninguna og ferðast um landið þvert og endilagt. Í sýningunni fléttar Lotta saman sögurnar af Hróa hetti og Þyrnirós á skemmtilegan hátt. Sýningin er klukkutími að lengd stútfull af sprelli og fjöri fyrir allan aldur. Hefð er orðin fyrir því að Kirkjubæjarklaustur og Vík skiptist á við að taka á móti leikhópnum. Lotta sýndi Bangsímon í Vík síðastliðið sumar og er því röðin nú komin að Kirkjubæjarklaustri að taka á móti þeim.
Sýningin á Kirkjubæjarklaustri verður á túninu við tjaldsvæðið Kirkjubæ II.
Frítt er inn á sýninguna í boði Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps.