Frisbee Golf
Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Skotin eru talin sem tekur að koma disknum í rétta körfu og takmarkið að skjóta í sem fæstum skotum. Eftir fyrsta skot er næsta skot tekið þar sem diskurinn liggur og þarf fóturinn sem er nær körfu að vera þar sem diskurinn lá.
Reglurnar eru mjög líkar þeim reglum sem notaðar eru í hefðbundnu golfi þar sem tillitsemi er einnig hluti af leiknum. Sanngjarnt er að mótspilari þinn fái að kasta án truflunar, það sama myndir þú vilja. Ekki taka kast fyrr en þú ert viss um að flug disksins og lending trufli ekki hina spilarana eða fólk sem er á svæðinu.
Hægt er að leigja diska í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli.