KFR
Knattspyrnufélag Rangæinga
Knattspyrnufélag Rangæinga var stofnað 1997 með það að markmiði að styrkja möguleika til knattspyrnuiðkunar í Rangárvallasýslu. Félagið heldur úti æfingum fyrir yngri flokka auk þess sem meistaraflokkur karla hefur leikið á Íslandsmóti, nú síðasta sumar (2020) í 4. deild.
Um 160 iðkendur eru nú hjá KFR, nokkuð mismargir eftir flokkum, flestir í yngri flokkunum en því miður fækkar iðkendum talsvert þegar komið er í efstu flokka, sérstaklega 3 og 2 flokk. Vel hefur þó gengið og m.a. hefur félagið skilað inn landsliðskonum, nú þegar hafa fjórar í A-landsliðinu komið hafa upp í gegn um yngri flokka starf félagsins. Einnig hafa iðkendur skilað sér í yngri landslið Íslands en ávinningur starfsins fellst þó fyrst og fremst í öflugu æskulýðs- og forvarnarstarfi.
Félagið nýtur öflugs stuðnings ýmissa aðila, sérstaklega Rangárþings ytra og Rangárþings eystra, bæði í formi aðstöðu og einnig með beinum fjárstuðningi. Því getur félagið haldið æfingagjöldum lágum, sé miðað við sambærilega starfsemi hjá öðrum knattspyrnufélögum og lögð er áhersla á að hafa menntaða þjálfara.
Eftir sem áður sækist félagið og/eða einstakir flokkar í allar fjáraflanir og gott er að koma upplýsingum til stjórnar um mögulegar fjáraflanir sem hentað geta einstökum flokkum. Æfinga- og félagsaðstaða. Knattspyrnufélag Rangæinga er með æfingaaðstöðu á Hvolsvelli, Hellu og á Laugalandi. Þar eru íþróttahús og sparkvellir. Gras- og keppnisvellir eru á Hvolsvelli og á Hellu.