Skotfélagið Skyttur
https://skyttur.is/ Heimasíða
Skotíþróttafélagið Skyttur er að koma á fót ungmennastarfi í skotíþróttum og skiptist það í tvo flokka: Unglingastarf og ungliðastarf.
Hægt er að skrá sig í ungmennastarfið á sportabler
Unglingar flokkast þeir sem hafa náð 15 ára aldri og mega því æfa skotfimi með ákveðnar gerðir af byssum og keppa á mótum á vegum Skotíþróttasambands Íslands (STÍ). Þeir mega stunda loftskammbyssu, loftriffill, enskan riffill, þrístöðu, skeet og svo BR50. Er þetta í samræmi við núverandi löggjöf á Íslandi. Stefnt verður að reglubundnum æfingum þar sem þessar greinar eru æfðar og kennt er samkvæmt því efni sem ISSF hefur gefið út. Loftgreinarnar eru innigreinar og er hægt að stunda allan ársins hring en haglagreinarnar eins og skeet eru útigreinar og er hægt að æfa á vorin og fram á haustið.
Ungliðar kallast þeir sem eru undir 15 ára aldri og mega ekki nota hefðbundnar byssur. Þess í stað notum við svokallaðar rafbyssur sem líkja eftir loftbyssum. Eru þetta samskonar byssur og við notum í loftgreinunum, nema að þær eru ekki virkar en nota laser sendi í stað skota og skotið er í móttakara sem nemur hvar "skotið" hittir og birtist það þá á þar til gerðum skjá. Það er því hægt að æfa grunnatriðin í skotfimi á skammbyssu og riffill, hvernig á að miða og allar öryggisreglur í kringum íþróttina. Æfingarnar eru miðaðar að þeim aldri iðkenda og verða leikir og léttar æfingar í blandi við skotkennsluna.
Ungliðar skiptast í tvo flokka: 6-9 ára og svo 10-14 ára. Æfingar eru einu sinni í viku í loftsal félagsins undir Krónunni á Hvolsvelli.