Ungmennafélagið ÁS

Ungmennafélagið ÁS varð til við sameiningu Ungmennafélaganna Ármanns og Skafta í Skaftárhreppi. Sameiningin var samþykkt á fjölmennum fundi á Kirkjubæjarstofu þann 8. mars árið 2024. Stjórnir Umf. Ármanns og Umf. Skafta hittust á fundi haustið 2023 sem leiddi til þess að hugmynd um sameiningu komst á annað stig.

Mikil vinna og gott samtal átti sér stað í kjölfarið sem skilaði samhljóða niðurstöðu um sameiningu félaganna. Nokkrum dögum áður, þann 3. mars, var aðalfundur Umf. Skafta haldinn þar sem samþykkt var að allir félagar og starfssemi Umf. Skafta myndi færast yfir í ný stofnað félag, UMFÁS. Félagið var stofnað á kennitölu Umf. Ármanns og með samþykki nýrra laga var samþykkt breyting á nafni félagsins og merki.

Starf félagsins fór strax í fullan gang og fjölbreytt dagskrá var í boði vorið 2024 þar sem uppleggið var hreyfing fyrir alla. Greinarnar voru blak, ringó, karate, knattspyrna, körfubolti, badminton, borðtennis og íþróttaskóli fyrir 3-5 ára börn. Þar að auki stóð félagið fyrir sundleikfimi, boccia og pokavarpi fyrir 60+. Yngstu iðkendur félagsins eru 3 ára og þeir elstu á áttræðisaldri.

Ungmennafélagið ÁS er aðildarfélag í USVS, Ungmennasambandi Vestur-Skaftfellssýslu.

Fyrstu stjórn Ungmennafélagsins ÁS skipa:
Fanney Ólöf Lárusdóttir, formaður.
Sæunn Káradóttir, ritari.
Kristín Lárusdóttir, gjaldkeri.
Bryndís Karen Pálsdóttir, meðstjórnandi.
Gunnar Erlendsson, meðstjórnandi.

Ungmennafélagið ÁS er með einn starfsmann. Þann 4. janúar 2023 var skrifað undir þjónustusamning milli Ungmennafélagsins Ármanns (nú UMFÁS) og Skaftárhrepps um rekstur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Heimasíða
https://umfas.is/

Staðsetning
Sundlaugin Kirkjubæjarklaustri, Klausturvegur, Kirkjubær, Kirkjubæjarklaustur, Skaftárhreppur, Southern Region, 880, Iceland