Heilsuefling 60+ Hvolsvelli

 

Heilsuefling 60+ í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra

Hér er á ferðinni frábær þjálfun fyrir einstaklinga 60 ára og eldri búsetta hér í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra og er þátttaka án endurgjalds.

Við leggjum áherslu á góðar og skemmtilegar þol- og styrktaræfingar og það eru í boði æfingar sem henta öllum.
Það skiptir okkur miklu máli að rækta líkama okkar. Með hækkandi aldri þá þurfum við að leggja meiri áherslu á að halda vöðvamassanum hjá okkur og eru styrktaræfingarnar frábærar fyrir það.

Við erum öll í mismunandi formi og með mismunandi kraft, en látum það ekki stoppa okkur. Það er alveg magnað hvað þessar æfingar gera okkur gott

Æfingarnar eru á eftirfarandi tímum:
Mánudögum og fimmtudögum kl: 10:00 í íþróttahúsinu á Hellu
Þriðjudögum og föstudögum kl: 10:00 í Hvolnum á Hvolsvelli Hvolnum

Umsjón Drífa Nikulásdóttir