Bolholt I - Gamla Bolholt

Erum að reyna að lesa út úr rannsóknum Vigfúsar Guðmundssonar á Bolholtsbæum tveimur og hans lýsingar þannig að eins og bæirnir báðir hafi staðið nálægt Rangánni og skiljanlega vegna aðgangs að vatni. Enga síður þó að hann lýsi að litlar rústir hafi verið sjáanlegar ofar við núverandi bæ eru þær í dag samt vel sjáanlegar af jörðu séð og ekki síst úr lofti.
Svokallað Gamla Bolholt sést vel á map.is og sjá meðfylgjandi mynd okkar er af þeim rústum og þær talsvert frá Rangá og ugglaust hefur verið þar einhver vatnsuppspretta og bærinn hefur ekki verið þar á skjólsvæði sem dæmi. Þarna hefur verið mikil torfa og heimatún sem hafa blásið.
Gæti verið að Boltholt hafi verið fært þrisvar þó í gömlum heimildum árbókanna sé talað um tvisvar.
 
Vitnum hér í Vigfús;
,,Fært tvisvar og var fyrst nokkuð ofar með Rangá en Víkingslækur, og var þriðja stóra jörðin, með víðlendu og kjarngóðu beitarlandi í mikilli hraunheiði, ásamt Iöngu flatlendi nær ánni. Þótt byggðin þar sé vafalaust gömul, hefi ég hvergi fundist Upplýsingar um Bolholt getið í fornum heimildum fyrr en 1580 (í Alþingisbók). Svo lítur út sem Bolholtið, eigi síður en Heiðin, hafi orðið fyrir skakkafalli miklu af gosi Heklu 1693.
Fyrsti bærinn stóð á flötum bala, er nú gæti ekki kallazt holt. Það er á lágu flatlendi, sandi, nærri Ytri Rangá, suð-Vestan við suðurbug árinnar, nálægt 4V2 km fyrir neðan Svínhaga og tæplega 2 km fyrir ofan núverandi bæ í Bolholti. Þar á milli verður norðurbugur stór á ánni, Bolholtsnes, og er þar slægjublettur mikill, sem árbugurinn hefir varið fyrir uppblæstri.
Á sama hátt er Bœjarnesið, næsta að vestan, verndað af ánni. Frá rústunum að grasjaðri voru um 40 faðmar 1936. Milli Bolholts elzta og Víkingslækjar munu hafa verið rúmir 3 km. Á balanum nýnefnda sjást nú aðeins grjótdreifar af mikilli bæjarbyggingu, en engin húsaskil, Má og gera ráð fyrir því, að mest allt góða hleðslugrjótið, sem þangað hefir verið að flutt úr hraunheiðinni, sé aftur burtu flutt í síðar byggða bæinn.
 
BOLHOLT II
Eða Miðbolholt, stóð sunnan í litlu en nokkuð háu holti, spöl upp í heiðinni, ekki minna en 1 km í sa. frá fyrri staðnum — í stefnu þaðan á Tindfjallajökul. Varða er á holti þessu, og er nú allt upphækkað af þykkri grastorfu yfir bæjarleifunum, svo að ekki bólar á þeim. En allt er þar blásið og gróðurlaust umhverfis, þó er þar enn (eða var 1936) óhemju sandmagn, ófokið úr síðustu leifum víðis og blöðkumela, af heiðar jaðri, út undir Víkingslæk. Austan við bæjarholtið á lægri stað sjást leifar af tveimur húsum, er staðið hafa saman, en með dyrum á andstæðum hliðarveggjum, til austurs og vesturs. Eystri rústin er stærri, um 35 fet á lengd og 8 fet á vídd, líklega einstætt fjós. Hin 22X7- 8 fet (hesthús? — Vegna vatnssóknar í Rangá, hafa hlotið að vera þar hestar á gjöf á veturna, og vatnið flutt í ankerum eins og í Koti og Dagverðarnesi)’’
(fyrri umfjöllun um Bolholt má finna á síðunni)
 
Heimildir Árbækur Fornleifafélagsins – Vigfús Guðmundsson – Rangárvellir Eyðibýli