Kjötsúpuhátíð
Síðustu helgina í ágúst ár hvert fer fram bæjarhátíðin Kjötsúpuhátíð í Rangárþingi eystra.
Á hátíðinni bjóða bæjarbúar og fyrirtæki upp á súpu, fjöldi skemmtiatriða og viðburða eru í boði.
Á fimmtudeginum byrjar hátíðin með viðburðum fyrir börnin og um kvöldið er uppistand eða tónlistardagskrá í tjaldinu á miðbæjartúninu.
Íbúar skreyta garða og götur eftir litum hverfanna.
Á föstudeginum bjóða bæði fyrirtæki og íbúar uppa á súpu, fyrirtækin flest yfir daginn og íbúar um kvöldið þar sem kallað er súpuröltið.
Viðburðir fyrir bæði börn og fullorðna eru yfir daginn.
Á laugardeginum er skemmtidagskrá í tjaldinu frá miðjum degi fram á nótt. Fjölskyldudagskrá yfir daginn, kvölvaka og ball um kvöldið.
Á sunnudeginum er hin árlega menningarganga og skemmtun fyrir börnin.
Kjötsúpuhátíðin er með sína eigin facebook síðu sem má finna hér