Edda Jónasdóttir: Jörðin gekk í bylgjum

Edda Jónasdóttir var stödd undir Heklurótum þegar skjálftinn reið yfir 17. júní árið 2000. Þetta er hennar saga.

Ég var stödd í sumarbústað undir Heklurótum. Það er veggur við útidyrnar í frekar þröngum bústað. Við erum að ræða um að það þyrfti að rífa vegginn vegna þess að ef eitthvað kæmi upp þá yrði erfitt að hlaupa út. Í sama mund ríður yfir jarðskjálftinn sem varð til þess að farið var í verkið samstundis. Þegar út var komið gekk jörðin í bylgjum. Mér fannst það koma frá austri og hélt að Katla væri að minna á sig.