Friðrik Þór Friðriksson: Bílarnir hreyfðust til á planinu

Friðrik Þór Friðriksson var staddur í Hraunborgum þegar skjálftinn varð 17. júní 2000. Þetta er hans saga.

Ég var staddur í Hraunborgum, nýkominn út golfi með bræðrum mínum og vorum inni í þjónustubyggingunni þegar skjálftinn kom. Við stóðum við afgreiðsluborðið þegar það byrjaði að hristast, ég segi við eldri bróður minn, þetta er jarðskjálfti, nei hvaða vitleysa segir hann og svo byrjar að hrynja út hillum, húsið gekk í bylgjum og þá kallar einhver allir út. Við staulaðist út úr húsinu og jörðin gekk í bylgjum á bílaplaninu og bílarnir allir á heyfingu. Krakkar sem voru á púttvellinu sem var þarna fyrir utan hús vissu ekki hvaðan stóð á sig veðrið, voru sum hver dauð skelkuð. Þeir sem voru í sundlauginni sögðu að það hafi komi stór alda í sundlaugina. Það voru allir skelkaður og hissa því maður hafði ekki upplifað svona stóran sjálfta áður. Við sáum ekki tjón á svæðinu og ekki í bústaðnum hjá bróður mínum sem er í Hraunborgum. Ég var kominn í Sandgerði þegar seinni skjálftinn kom sem var mun öflugri þarna í Hraunborgum.