Sigríður Jónsdóttir: unnustinn hélt að einhver hefði hrist bílinn

Sigríður Jónsdóttir var stödd á Selfossi þegar skjálftinn reið yfir 17. júní 2000. Þetta er hennar saga.

Við vorum að fara að gifta okkur 24. júní í Mosfellskirkju í Grímsnesi, allt á fullu í undurbúningi. Ég stökk inn í kaffi Krús á Selfossi en tilvonandi eiginmaður beið út í bíl á meðan, þá reið skjálftinn yfir, allt lék á reiðiskjálfi inni, hlutir duttu úr hillum og fólki almennt stóð ekki á sama. Ég hljóp út í bíl „fannstu skjálftann?“ þá sagði hann „ó var þetta skjálfti? ég hélt að einhver af bræðrum þínum hefðu séð bílinn og ákveðið að hrista hann hressilega“.