Íþróttakona- og maður ársins 2024

Afhending viðurkenninga fyrir íþróttaafrek á árinu 2024 og val á íþróttakonu og íþróttamanni ársins 2024 fer fram í Safnaðarheimilinu á Hellu þann 11. janúar 2025 kl. 11.

Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd Rangárþings ytra mun þá krýna íþróttakonu og mann ársins 2024 og veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur eins og t.d. landsliðssæti, Íslandsmeistara- alþjóðlegan titil.

Ungmenna- og íþróttafélög í sveitarfélaginu tilnefna sína íþróttamenn með lýsingu á afrekum tilnefnds íþróttamanns.

Einnig gefst almenningi tækifæri til að senda inn og tilnefna íþróttakonu og mann ársins ásamt íþróttaafrekum.

Þó skal fylgt eftir 2. grein reglugerðar um val á íþróttamanni ársins sem samþykktar voru 2023.

Sjá reglugerð í heild sinni hér.

Skilyrði er að viðkomandi eigi lögheimili í Rangárþingi ytra og sé a.m.k. 16 ára á árinu sem veitt er fyrir (2024). Gerð er krafa til þess að íþróttamaðurinn sé góð fyrirmynd innan vallar sem utan.

Einnig er veitt fyrir íþróttaafrek eða framúrskarandi árangur eins og t.d. landsliðssæti, Íslandsmeistara- alþjóðlegan titil, þar eru engin aldurstakmörk.