Kotmót 2025

Kotmót er árlegt mót Hvítasunnumanna, haldið í Kirkjulækjakoti Fljótshlíð um verslunarmannahelgina. Það eru allir velkomnir að njóta góðrar dagskrár og samveru hver við annan.

Kotmót er árlegt mót Hvítasunnumanna, haldið í Kirkjulækjakoti Fljótshlíð um verslunarmannahelgina. Það eru allir velkomnir að njóta góðrar dagskrár og samveru hver við annan.

Ekkert kostar á mótið, en rukkað er fyrir tjaldsvæðið. 1.850 fyrir fullorðna,1100 fyrir unglinga (14-17 ára) en frítt fyrir börn. 1000 krónur er svo fyrir rafmagn. Verðin eru per nótt. Veitingastaður Arkarinnar og sjoppan eru svo opin reglulega yfir daginn.

Samhliða Kotmóti er haldið Barnamót. Þar lærum við um Guð í leik, söng og fjölbreyttum og skemmtilegum kennslum. Barnamót er fyrir börn sem fædd eru frá 2013 - 2021. Yngri börn eru velkomin í fylgd með foreldrum. Krökkunum er skipt upp eftir aldri og dagskráin sem og kennslan sniðin að hverjum hópi fyrir sig.