Nordic Permaculture Festival 2025

Áhugafólk um sjálfbærni, jarðrækt og grænni framtíð ættu að taka dagana 7.–10. ágúst frá, því þá verður Nordic Permaculture Festival haldin í sveitarfélaginu. Hátíðin fer fram á Kirkjulækjakoti í Fljótshlíð og verður þetta í fyrsta sinn í sex ár sem hún er haldin á Íslandi.

Áhugafólk um sjálfbærni, jarðrækt og grænni framtíð ættu að taka dagana 7.–10. ágúst frá, því þá verður Nordic Permaculture Festival haldin í sveitarfélaginu. Hátíðin fer fram á Kirkjulækjakoti í Fljótshlíð og verður þetta í fyrsta sinn í sex ár sem hún er haldin á Íslandi.

Hátíðin er þekkt fyrir að vera samkoma fólks sem vill efla sjálfbærni og deila þekkingu um nýtingu náttúrunnar. Í ár býðst gestum upp á 42 vinnustofur þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum deila reynslu sinni og hæfileikum. Dagskráin er fjölbreytt og krefjandi verkefni verður að velja þá vinnustofu sem heillar mest, enda verða oft 3–4 vinnustofur í gangi í einu.

Gjafahagkerfið í fyrirrúmi

Það sem gerir þessa hátíð sérstaka er að hún er að mestu leyti rekin samkvæmt gjafahagkerfinu. Hátíðarpassinn nær yfir matarkostnað fyrir allar níu máltíðirnar, en gisting er bókuð sér. Allt annað er í boði og allir gefa af sér, hvort sem það eru skipuleggjendur, eldhúshópurinn, fyrirlesarar eða tónlistarfólk. Markmiðið er að allir hafi tækifæri til að taka þátt, kynnast öðrum og læra eitthvað nýtt, óháð efnahag.

Dagskrá fyrir alla fjölskylduna

Hátíðin er ætluð fólki á öllum aldri. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að bjóða upp á spennandi dagskrá fyrir börn og unglinga. Fjölbreyttar vinnustofur eru í boði fyrir mismunandi aldurshópa þar sem þau fá tækifæri til að leika og læra. Á kvöldin verður svo notaleg samvera með skemmtiatriðum. Hátíðin er jafnframt áfengis- og vímuefnalaus til að skapa öruggt og fjölskylduvænt umhverfi.

Þeir sem vilja ekki láta þessa einstöku hátíð fram hjá sér fara geta keypt miða til og með 2. ágúst. Hægt er að finna nánari upplýsingar um dagskrá og miðakaup á heimasíðu hátíðarinnar. Kirkjulækjakot er um 1,5 klst. akstur frá Reykjavík og ef fólk notar strætó til Hvolsvallar, mun rúta sækja fólk á staðinn.

Allar nánari upplýsingar um hátíðina má finna hér: https://2025.nordicpermaculturefestival.org/


 

Get ready for an unforgettable gathering of nature lovers, changemakers, and permaculture enthusiasts! The Nordic Permaculture Festival has been travelling across the Nordic countries since 2011, and this year, it’s landing in Iceland 7th to 10th August.

This festival is all about connection, learning, and hands-on action! We’re here to grow networks, swap knowledge, and share inspiring ways to regenerate our planet’s resources. Together, we’ll co-create a space for a more abundant and resilient future—for both people and the Earth.

The Nordic Permaculture Festival is a gathering for people of all ages. To create a safe and welcoming space for families, we kindly invite everyone to join us in keeping the festival alcohol- and drug-free. Let’s make this a place where parents can relax, children can thrive, and our community can truly connect.